Skúfhólkur úr silfri, l. 5,1 cm., þverm. 1,7 cm. Kragar á báðum endum, misstórir, þverm. 3,4 og 2,3, báðir laufskornir og hinn neðri, stærri, með gröfnum bekk. Um hólkinn eru útrennslisbekkir 2 með rúðum nær miðju og fallega grafnir rósastrengir í breiða bekki næst endum. Perlóttir smákragar innaní við stóru kragana. Sbr. nr. 3857, 5094, 3856 og 6255: tveir hinir síðustu hafa kraga á neðri enda að eins. Nr. 7374 - 96 eru af Skeiðum, Hreppum, Holtum og Landi.